Umsagnir
Freyja veitti okkur einstaka þjónustu og við mælum eindregið með henni. Hún er fagmannleg í alla staði en á sama tíma næm fyrir þeim tilfinningum sem oft fylgja fasteignakaupum eða -sölum. Hún ber virðingu fyrir aðstæðum og er fljót að greina þær, sem gerir hana mjög lausnamiðaða.
Ferlið var útskýrt á skýran og hnitmiðaðan hátt sem gaf okkur mikla öryggiskennd og traust. Sjónarhorn hennar á öllu sem tengist fasteignaviðskiptum er að vera alltaf til staðar til að svara öllum spurningum fljótt og örugglega.
Þessi fasteignasali er sannarlega fyrirmynd í sínu fagi og við erum þakklát fyrir að hafa fengið hana til liðs við okkur í þessu mikilvæga ferli.
Óli og Jóna
Freyja Rúnarsdóttir er traustur og góður fasteignasali sem andar frá sér rósemi og yfirvegun. Hún er fagmanneskja fram í fingurgóma og býr yfir mikilli þekkingu og reynslu.
Við mælum hiklaust með hennar þjónustu.
Bjarni og Edda
Við systurnar erum ánægðar með hvað þú varst hjálpsöm og alltaf svaraðir þú öllum spurningum frá okkur um leið,
takk fyrir góða þjónustu.
Kristjana
Freyja er fagleg, heiðarleg, þægileg í samskiptum og veitti okkur framúrskarandi þjónustu við sölu á húsinu.
Mælum því hiklaust með Freyju fasteignasala.
Berglind og Óli
Við sjáum ekki eftir að hafa fengið Freyju Rúnarsdóttur hjá Landmark fasteignamiðlun, til að aðstoða okkur í að selja fasteignina okkar.
Freyja var traustvekjandi og fagleg í öllu ferlinu og var alltaf tiltæk til að svara spurningum og veita ráð í hverju skrefi.
Við mælum heilshugar með Freyju fyrir öll þau sem eru að leita að því að kaupa eða selja hús.
Berglind og Jón Smári
Þegar við ákváðum að minnka við okkur um húsnæði fengum við Freyju hjá Landmark til að sjá um söluna fyrir okkur.
Freyja stóðst allar okkar væntingar, fagmaður fram í fingurgóma og með virkilega góða nærveru.
Við getum svo sannarlega mælt með henni við alla sem eru að kaupa eða selja fasteign.
Erna og Þórður Örn
Hafðu samband
Spjöllum saman
Ég er tilbúin til að aðstoða þig í þínum fasteignaviðskiptum og legg mig fram við að veita persónulega og faglega þjónustu.
Ertu í sölu-eða kaup hugleiðingum?
Hafðu samband og við förum yfir málin.
Sími: 694 4112
Netfang: freyja(hja)landmark.is
Ég starfa hjá Landmark fasteignasölu. Heimasíða: www.landmark.is